62. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 22. maí 2023 kl. 09:30


Mætt:

Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:30
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:43
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30

Líneik Anna Sævarsdóttir boðaði forföll.
Oddný G. Harðardóttir tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
Halldóra Mogensen kom á fundinn kl. 10:11 í stað Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Ásmundur Friðriksson stýrði fundi.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) 939. mál - tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Telmu Halldórsdóttur og Finn Martein Sigurðsson frá Þjóðskrá, Salvöru Nordal og Sigurveigu Þórhallsdóttur frá Umboðsmanni barna, Snorra Einarsson frá Livio og Ingibjörgu Ruth Gulin frá Samtökunum '78.

3) 857. mál - aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027 Kl. 10:32
Nefndin fjallaði um málið.

4) 987. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 10:45
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 10:52
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:52